Enski boltinn

Coppell: Verðum að halda hreinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steve Coppell.
Steve Coppell.

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, segir að liðið verði að fara að halda marki sínu hreinu ef það ætli sér ekki að lenda í vandræðum. Reading hefur ekki haldið hreinu síðan liðið vann Derby í byrjun október.

Oft vilja lið sem koma á óvart á sínu fyrsta tímabili eiga í vandræðum tímabilið á eftir. Þannig er það í tilfelli Reading sem er nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

„Við verðum að verjast betur og hætta að fá á okkur mörk. Það er lykilatriði. Markmið mitt er að bæta þetta. Yfirstandandi tímabil hjá okkur hefur verið svipað og fólk hélt að það síðasta yrði," sagði Coppell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×