Enski boltinn

Arsenal getur náð fimm stiga forystu í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
William Gallas mun í kvöld leika sinn 200. leik í ensku úrvalsdeildinni.
William Gallas mun í kvöld leika sinn 200. leik í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal getur komist í þægilega stöðu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðið tekur þá á móti Blackburn og nær með sigri fimm stiga forskoti í deildinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn 2.

„Við erum á þeim stað sem við viljum vera á. Nú er lokaspretturinn að hefjast. Ég tel að mitt lið hafi þann vilja og þá getu sem þarf til að enda uppi sem Englandsmeistari," segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.

Mark Hughes, stjóri Blackburn, segir með réttu að hans menn þurfi að ná fram sínum allra besta leik til þess að ná að leggja Arsenal. „Þeir hafa stórkostlegt lið en við höfum náð að valda þeim erfiðleikum síðustu ár," sagði Hughes.

Mathieu Flamini og Tomas Rosicky eru tæpir fyrir þennan leik í kvöld. Það er hinsvegar ljóst að Robin van Persie og Johan Djorou verða ekki með í kvöld þar sem þeir eru enn á meiðslalistanum.

Hjá Blackburn eru Christopher Samba, David Dunn og Morten Gamst Pedersen allir í leikbanni. Þá eru Ryan Nelsen, Steven Reid og Andre Ooijer tæpir vegna meiðsla. Aaron Mokoena gæti snúið aftur eftir að hafa tekið þátt í Afríkukeppninni.

Arsenal hefur unnið ellefu leiki á heimavelli á þessu tímabili en það eru fleiri leikir en Blackburn hefur unnið samtals heima og úti. Blackburn hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×