Enski boltinn

Við eigum ekki möguleika

Nordic Photos / Getty Images

Búlgarinn Martin Petrov hjá Manchester City segist óttast stórtap þegar liðið mætir grönnum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

City hefur ekki unnið sigur á grönnum sínum í síðustu 23 leikjum liðanna á Old Trafford í deildinni og Petrov segir að ef City sýni ekki mun betri leik en það gerði gegn Arsenal á dögunum - muni það fá að kenna á því frá grönnum sínum.

"Það kom berlega í ljós í leiknum við Arsenal hver gæðamunurinn var. Þeir sýndu einfaldlega að þeir voru betri en við og unnu sanngjarnan sigur. Ekkert annað verður uppi á teningnum hjá okkur á móti Manchester United ef við tökum okkur ekki hressilega saman í andlitinu," sagði Petrov.

"Við verðum að spila miklu betur en við gerðum gegn Arsenal ef við ætlum að ná hagstæðum úrslitum á Old Trafford, en við vitum að lið eins og Arsenal og United eru ekki ósigrandi. Við verðum að finna veiku punktana og nýta okkur þá og við verðum að sýna fullkominn aga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×