Enski boltinn

Hafsteinn spenntur fyrir Rangers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hafsteinn Briem.
Hafsteinn Briem. Mynd/Heimasíða HK

Hinn sextán ára gamli Hafsteinn Briem hefur dvalist hjá skoska stórveldinu Glasgow Rangers undanfarna daga og er spenntur fyrir félaginu.

Hann verður sautján ára gamall í næsta mánuði og hefur þegar vakið athygli margra erlendra stórliða, svo sem Ajax, Reggina og Borussia Mönchengladbach. Hafsteinn hefur undanfarna fimm daga dvalist í Skotlandi.

„Forráðamenn Rangers eru að skoða Hafstein og munu fljótlega ákveða hvort þeir eigi að taka næsta skref í málinu," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hafsteins.

„En hvað sem gerist í Skotlandi er ljóst að hann á bjarta framtíð enda hafa sum bestu lið Evrópu verið að eltast við hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×