Enski boltinn

Benitez þolir ekki vináttulandsleiki

Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez hefur gefið það út að engar líkur séu á því að Fernando Torres verði með Liverpool í leiknum mikilvæga gegn Chelsea á sunnudaginn. Hann ítrekar óbeit sína á því að verið sé að spila landsleiki á svona mikilvægum tíma fyrir félagsliðin.

"Við vitum ekki hvað meiðsli hans eru alvarleg en hann missir úr lágmark viku. Við eigum Chelsea á sunnudag, svo bikarleik og þá leik í Meistaradeildinni. Það er blóðugt að missa markahæsta manninn á þessum tímapunkti og við þurfum að gera breytingar," sagði Benitez.

Honum þykir glórulaust að senda leikmenn í vináttuleiki um allan heim á þessum tímapunkti.

"Ég veit ekki hverjum er um að kenna að Torres skuli hafa meiðst, en þegar leikmenn eru að fara svona í burtu í landsleiki þurfa þeir að venjast nýjum aðferðum, áherslum og mataræði. Það væri gáfulegra að spila þessa vináttuleiki frekar á sama tíma, helst þegar tímabilið hjá félagsliðunum væri búið," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×