Enski boltinn

Jenas: Ég á Ramos mikið að þakka

Jenas kom Englendingum á bragðið í gær
Jenas kom Englendingum á bragðið í gær Nordic Photos / Getty Images

Miðjumaðurinn Jermaine Jenas skoraði fyrsta mark sitt í 18. landsleiknum sínum fyrir Englendinga í sigrinum á Sviss í gær. Hann segir stjóra sinn Juande Ramos hjá Tottenham eiga stóran þátt í velgengni sinni.

"Ég á Ramos mikið að þakka. Hann hefur komið inn og gjörbreytt leik Tottenham og það hefur hjálpað mér mikið í að bæta mig sem leikmaður. Ég hef hingað til verið inn og út úr enska landsliðinu en það að fá að vera í byrjunarliðinu og leika vel gegn Sviss er eitthvað sem ég get sannarlega byggt á í framtíðinni," sagði Jenas í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×