Enski boltinn

Guðjón þögull um Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson er þjálfari ÍA.
Guðjón Þórðarson er þjálfari ÍA. Mynd/Daníel

Guðjón Þórðarson vildi ekkert tjá sig í samtali við Vísi um meint tengsl sín við stöðu knattspyrnustjóra hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts.

Guðjón var spurður hvort hann væri, eða hafi nokkru sinni verið, í viðræðum við Hearts um að taka að sér starf knattspyrnustjóra félagsins. Því vildi hann ekki svara.

Stephen Frail hefur tímabundið sinnt starfi knattspyrnustjóra síðan að Anotoly Korobochka hætti sem knattspyrnustjóri liðsins um áramótin.

Eigandi liðsins, Roman Romanov, er sagður leita af knattspyrnustjóra sem býr yfir reynslu úr bresku knattspyrnunni.

Guðjón hefur áður þjálfað ensku liðin Stoke City, Barnsley og Notts County.

Eggert Gunnþór Jónsson er á mála hjá liðinu og hefur verið einn besti leikmaður liðsins á leiktíðinni. Gengi liðsins hefur hins vegar ekki verið gott og situr liðið í níunda sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 27 stig, 26 stigum á eftir toppliði Rangers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×