Enski boltinn

England - Sviss í beinni á Sýn

Wayne Rooney er einn í framlínu enska liðsins
Wayne Rooney er einn í framlínu enska liðsins Nordic Photos / Getty Images

Leikur Englendinga og Svisslendinga í knattspyrnu verður sýndur beint á Sýn klukkan 20 og nú er Fabio Capello búinn að tilkynna sitt fyrsta byrjunarlið.

Átta breytingar eru á liðinu frá því sem tapaði fyrir Króötum í undankeppni EM í haust og stillir Capello upp leikaðferðinni 4-1-4-1. Gareth Barry verður varnartengiliður og Wayne Rooney verður einn í framlínunni.

England: James, Brown, Ferdinand, Upson, A.Cole, Bentley, Jenas, Gerrard, Barry, J.Cole, Rooney




Fleiri fréttir

Sjá meira


×