Enski boltinn

Berbatov ánægður með að glugginn sé lokaður

Elvar Geir Magnússon skrifar
Berbatov skoraði gegn Manchestrer United um síðustu helgi.
Berbatov skoraði gegn Manchestrer United um síðustu helgi.

Dimitar Berbatov segir að það sé ákveðinn léttir að félagaskiptaglugginn í janúar sé að baki. Þessi búlgarski sóknarmaður var sífellt í umræðunni og var sterklega orðaður við Manchester United.

Berbatov telur að þessi umræða hafi haft neikvæð áhrif á spilamennsku sína. Nú ætli hann að einbeita sér að fullu að leik sínum með með Tottenham.

„Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Í dag er ég mjög sáttur hjá Tottenham," sagði Berbatov. „Ég er ánægður með að félagaskiptaglugganum hefur verið lokað. Þá get ég einbeitt mér að spilamennsku minni."

Berbatov segir það hafa verið leiðinlegt að horfa á eftir Jermain Defoe til Portsmouth. „Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann yrði áfram með okkur. Ég óska honum alls hins besta, það var heiður að fá að vinna með honum," sagði Berbatov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×