Enski boltinn

Drogba ekki á förum?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Didier Drogba er frábær leikmaður.
Didier Drogba er frábær leikmaður.

Framtíð markahróksins Didier Drogba hjá Chelsea hefur verið í óvissu síðan Jose Mourinho fór frá félaginu. Nú hefur leikmaðurinn hinsvegar ýjað að því að hann sé ekki á förum frá Chelsea.

„Andrúmsloftið er gott og ég er að spila vel. Það sem skiptir mig máli er að leggja mig allan fram fyrir Chelsea. Hér uppfylli ég þann metnað minn að vera að berjast um stóra titla," sagði Drogba í viðtali í dag.

Fyrr á tímabilinu hafði Drogba sagt við franska fjölmiðla að hann þráði að losna undan samningi sínum á Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×