Bestu fyrirliðar Englands Elvar Geir Magnússon skrifar 4. febrúar 2008 21:15 Stytta af Bobby Moore sem er fyrir utan Wembley leikvanginn. Enskir fjölmiðlar eru handvissir um að Steven Gerrard verði gerður að fyrirliða enska landsliðsins á miðvikudag. John Terry var fyrirliði liðsins undir stjórn Steve McClaren. Sérfræðingar The Sun settu saman topp 10 lista yfir bestu fyrirliða Englands frá upphafi. Hér að neðan má sjá þennan lista. 1. Bobby Moore Það kemur ekki á óvart að Bobby Moore trjóni á toppi listans. Hann lyfti bikarnum eftir sigur á HM 1966 sem er stærsta stund í sögu enska boltans. Liðið vann Vestur-Þýskaland í úrslitaleik. 2. Billy Wright Sannur heiðursmaður sem fékk aldrei áminningu á öllum ferli sínum. Hann bar fyrirliðaband Englands 90 sinnum, met sem hann deilir með Bobby Moore. Hann var fyrirliði á þremur heimsmeistaramótum í röð milli 1950 og 1958. 3. Bryan Robson Það var mikil ánægja meðal ensku þjóðarinnar með Robson sem fyrirliða. Þessi miðjumaður Manchester United bar bandið 65 sinnum og hefði líklega gert það oftar ef hann hefði ekki verið svona óheppinn með meiðsli. Var fyrirliði á EM 1988 og á HM 1986 og 1990. 4. Alan Shearer Sannur leiðtogi enska landsliðsins á sínum tíma. Tók við bandinu eftir Evrópumótið 1996 og bar það á HM 1998 og EM 2000. Hafði allt að bera sem þarf að prýða góðan fyrirliða. 5. David Beckham Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er ljóst að Beckham er lifandi goðsögn hjá enska landsliðinu. Landsliðsferill hans var í hættu eftir rauða spjaldið gegn Argentínu 1998. Hann sýndi eftir það hversu sterkur karakter hann er og bar fyrirliðabandið 58 sinnum í 99 landsleikjum sínum. 6. Tony AdamsAdams bar bandið í fyrsta sinn gegn Rúmeníu á gamla Wembley 1994. Tveimur árum síðar var hann fyrirliði á Evrópumótinu sem haldið var á Englandi. Alan Shearer tók síðan við keflinu eftir að Adams viðurkenndi að hann væri alkahólisti. 7. Johnny Haynes Pele sagði að Haynes væri besti sendingamaður sem hann hefði séð. Þessi sóknarmaður Fulham bar bandið í eftirminnilegum 9-3 sigri Englands á Skotlandi. Var fyrirliði á HM 1962. 8. Gary Lineker Einn mesti markaskorari í sögu enska landsliðsins. Tók við fyrirliðastöðunni 1990 og bar bandið á Evrópumótinu 92. 9. Kevin Keegan Keegan hefur aldrei legið á skoðunum sínum og það kom mörgum á óvart þegar hann var valinn fyrirliði. Hann var fyrirliði 31 sinni, þar á meðal á Evrópumótinu 1980. 10. Paul Ince Fysti blökkumaðurinn sem var fyrirliði enska landsliðsins. Var aðeins fyrirliði í sjö leikjum en verður minnst fyrir mikla leiðtogahæfileika. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Enskir fjölmiðlar eru handvissir um að Steven Gerrard verði gerður að fyrirliða enska landsliðsins á miðvikudag. John Terry var fyrirliði liðsins undir stjórn Steve McClaren. Sérfræðingar The Sun settu saman topp 10 lista yfir bestu fyrirliða Englands frá upphafi. Hér að neðan má sjá þennan lista. 1. Bobby Moore Það kemur ekki á óvart að Bobby Moore trjóni á toppi listans. Hann lyfti bikarnum eftir sigur á HM 1966 sem er stærsta stund í sögu enska boltans. Liðið vann Vestur-Þýskaland í úrslitaleik. 2. Billy Wright Sannur heiðursmaður sem fékk aldrei áminningu á öllum ferli sínum. Hann bar fyrirliðaband Englands 90 sinnum, met sem hann deilir með Bobby Moore. Hann var fyrirliði á þremur heimsmeistaramótum í röð milli 1950 og 1958. 3. Bryan Robson Það var mikil ánægja meðal ensku þjóðarinnar með Robson sem fyrirliða. Þessi miðjumaður Manchester United bar bandið 65 sinnum og hefði líklega gert það oftar ef hann hefði ekki verið svona óheppinn með meiðsli. Var fyrirliði á EM 1988 og á HM 1986 og 1990. 4. Alan Shearer Sannur leiðtogi enska landsliðsins á sínum tíma. Tók við bandinu eftir Evrópumótið 1996 og bar það á HM 1998 og EM 2000. Hafði allt að bera sem þarf að prýða góðan fyrirliða. 5. David Beckham Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er ljóst að Beckham er lifandi goðsögn hjá enska landsliðinu. Landsliðsferill hans var í hættu eftir rauða spjaldið gegn Argentínu 1998. Hann sýndi eftir það hversu sterkur karakter hann er og bar fyrirliðabandið 58 sinnum í 99 landsleikjum sínum. 6. Tony AdamsAdams bar bandið í fyrsta sinn gegn Rúmeníu á gamla Wembley 1994. Tveimur árum síðar var hann fyrirliði á Evrópumótinu sem haldið var á Englandi. Alan Shearer tók síðan við keflinu eftir að Adams viðurkenndi að hann væri alkahólisti. 7. Johnny Haynes Pele sagði að Haynes væri besti sendingamaður sem hann hefði séð. Þessi sóknarmaður Fulham bar bandið í eftirminnilegum 9-3 sigri Englands á Skotlandi. Var fyrirliði á HM 1962. 8. Gary Lineker Einn mesti markaskorari í sögu enska landsliðsins. Tók við fyrirliðastöðunni 1990 og bar bandið á Evrópumótinu 92. 9. Kevin Keegan Keegan hefur aldrei legið á skoðunum sínum og það kom mörgum á óvart þegar hann var valinn fyrirliði. Hann var fyrirliði 31 sinni, þar á meðal á Evrópumótinu 1980. 10. Paul Ince Fysti blökkumaðurinn sem var fyrirliði enska landsliðsins. Var aðeins fyrirliði í sjö leikjum en verður minnst fyrir mikla leiðtogahæfileika.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira