Enski boltinn

Kaup City á Benjani að ganga í gegn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benjani er markahæsti leikmaður Portsmouth á tímabilinu.
Benjani er markahæsti leikmaður Portsmouth á tímabilinu.

Manchester City mun að öllum líkindum ganga frá félagaskiptum sóknarmannsins Benjani frá Portsmouth á morgun. Sky greindi frá að búið væri að gefa grænt ljós á skiptin en það er ekki rétt.

Portsmouth og City komust að samkomulagi um kaupverðið á lokadegi félagaskiptagluggans. Ekki tókst þó að ganga frá öllum lausum endum fyrir miðnætti og félagaskiptin því verið í lausu lofti.

Allir pappírar í þessu máli hafa verið grandskoðaðir og verður víst tilkynnt á morgun að búið hefði verið að ganga frá öllu því helsta á réttum tíma. Benjani verður því líklega orðinn leikmaður City á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×