Enski boltinn

Alonso þarf að bæta sig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alonso hefur verið að leika illa með Liverpool.
Alonso hefur verið að leika illa með Liverpool.

Spánverjinn Xabi Alonso hjá Liverpool hefur ollið miklum vonbrigðum með spilamennsku sinni að undanförnu. Hann hefur aðeins verið skugginn af sjálfum sér.

Rafa Benítez, stjóri Liverpool, segir að Alonso þurfi að bæta sinn leik ef hann ætli sér sæti í liðinu. Alonso var að glíma við meiðsli í byrjun tímabils og hefur alls ekki fundið sig síðan hann snéri aftur úr þeim.

„Xabi verður að bæta sig. Hann verður að leggja meira á sig ef hann ætlar að vinna sér inn sæti í liðinu," sagði Benítez.

Alonso er kominn á eftir Javier Mascherano í goggunarröðinni. Þá hefur Lucas Leiva verið að standa sig vel og fyrirliðinn Steven Gerrard á sitt fasta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×