Enski boltinn

Staunton verður aðstoðarmaður McAllister

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Staunton, fyrrum landsliðsþjálfari Írlands.
Steve Staunton, fyrrum landsliðsþjálfari Írlands. Nordic Photos / Getty Images

Allt útlit er fyrir að Steve Staunton verði aðstoðarmaður Gary McAllister sem tók við liði Leeds nú í síðustu viku.

Fram kemur á fréttavef BBC að Staunton muni hitta leikmenn félagsins í dag og væntanlega semja við félagið til loka leitktíðarinnar.

Staunton var áður landsliðsþjálfari Írlands en hann hætti því starfi í október síðastliðnum eftir að Írum mistókst að komast í úrslitakeppni EM 2008.

Staunton hefur áður starfað með McAllister hjá Coventry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×