Enski boltinn

Gerrard: Sjálfstraustið er í lágmarki

Nordic Photos / Getty Images

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að sjálfstraust leikmanna liðsins sé í lágmarki þessa dagana eftir fremur dapurt gengi.

Þeir rauðu réttu nokkuð úr kútnum í gær með góðum 3-0 sigri á Sunderland, en liðið er nánast úr leik í baráttunni um meistaratitilinn.

"Það var gott að fá þennan sigur í gær og gott að halda hreinu, en við getum spilað betur en þetta," sagði Gerrard í samtali við Sky.

"Leikmenn fá sjálfstraust á því að vinna leiki og því var sigurinn á Sunderland mikilvægur. Sjálfstraustið var í lágmarki í hónum. Við erum ánægðir að hafa náð í þennan sigur því nú er landsleikjahlé í vikunni og svo getum við farið að hlakka til leiksins við Chelsea um næstu helgi," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×