Enski boltinn

Bullard tryggði Hodgson fyrsta sigurinn

Bullard tryggir Fulham sigurinn með marki úr aukaspyrnu
Bullard tryggir Fulham sigurinn með marki úr aukaspyrnu Nordic Photos / Getty Images

Laglegt mark Jimmy Bullard fimm mínútum fyrir leikslok tryggði Fulham 2-1 sigur á Aston Villa í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Roy Hodgson.

Villa tók forystu á útivelli á 68. mínútu þegar Aaron Hughes skorað sjálfsmark eftir hornspyrnu Shaun Maloney. En það tók heimamenn aðeins fimm mínútur að jafna og þar var að verki vængmaðurinn Simon Davies sem skoraði eftir undirbúning Bullard.

Sá innsiglaði svo sigurinn með fallegri aukaspyrnu og tryggði Fulham afar dýrmæt stig í botnbaráttunni. Eins og tapið hefði ekki verið nóg fyrir Villa, þá missti það framherjann Gabriel Agbonlahor meiddan af velli og er hann nú tæpur í landsleikinn gegn Sviss í næstu viku.

Þetta var fyrsta tap Villa í níu leikjum, en aðeins þriðji sigur Fulham á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×