Enski boltinn

Enska landsliðið fær harða útreið

Nordic Photos / Getty Images

Enska landsliðið í knattspyrnu féll með eftirminnilegum hætti út úr forkeppni EM í haust. Bjartsýni ríkir engu að síður í herbúðum Englendinga eftir ráðningu Fabio Capello, sem valdi sinn fyrsta 30 manna hóp fyrir helgi.

Pistlahöfundur í breska blaðinu Daily Mail hefur ákveðið að koma þjóðinni vel niður á jörðina, því hann bjó til umsögn um alla 30 landsliðsmennina og þar er svo sannarlega ekki verið að fegra hlutina.

Vísir birtir hér listann í lauslegri þýðingu.

MARKVERÐIR:

David James (Portsmouth) Miðlungsmarkvörður, en sá skársti sem við eigum. Stutt í næstu mistök. Úps.

Scott Carson (Aston Villa) Miðlungsmarkvörður, en ekki sá besti. Stutt í næstu mistök. Úps.

Chris Kirkland (Wigan) Miðlungsmarkvörður. Stutt í næstu meiðsli. Gerir þó ekki mistök af því hann verður meiddur. Úps.

VARNARMENN:

Wayne Bridge (Chelsea) Fabio, horfðirðu ekki á leikinn við Króatíu?

Ashley Cole (Chelsea) Feginn að koma inn í landsliðið til að hvíla sig á skömmunum sem rigna yfir hann heima hjá sér.

Curtis Davies (Villa) Segist hafa spilað eins og pöbbaleikmaður í fyrsta leiknum sínum með Villa. Fínt, sendum hann þá út á lífið með Chelsea-strákunum.

Glen Johnson (Portsmouth) Átti þessi maður ekki einu sinni að geta dekkað Cristiano Ronaldo?

Rio Ferdinand (Man Utd) Sér um að skipuleggja jólateitið

Ledley King (Spurs) Ætlarðu að tilkynna meiðsli núna eða seinna?

Jonathan Woodgate (Spurs) Ætlarðu að tilkynna meiðsli núna eða seinna?

Nicky Shorey (Reading) Frá boltastrák til bakvarðar - og aftur til baka.

Wes Brown (Man Utd) Bara í liðinu af því hann spilar með United. Varamaður lærlingsins sem er varamaður í stöðu hægri bakvarðar hjá landsliðinu.

Joleon Lescott (Everton) Skorar meira en Michael Owen, en getur hann spilað vörn fyrir enska landsliðið?

Micah Richards (Man City) Skrímsli sem kann ekki að spila vörn. Veljum hann samt. Besti skokkurinn í hópnum - ef þú fílar svoleiðis.

Matthew Upson (West Ham) Hagnast á því að spila fyrir aftan leiðnlega fimm manna miðju West Ham. Sæmilegur leikmaður. Hvað er hann að gera hérna?

MIÐJUMENN:

Michael Carrick (Man Utd) Jafnfættur varamaður Manchester United með einn gír.

Steven Gerrard (Liverpool) Leikmaður. Fleiri svona takk.

Gareth Barry (Villa) Örvfættur og geðþekkur náungi. Hefur hraða á við kraminn íkorna en getur skilað frá sér bolta. Óvenjulegt fyrir enskan landsliðsmann.

Jermaine Jenas (Spurs) Er að spila vel eftir að hafa verið sóun á plássi svo lengi. Alveg eins gott að gefa honum leik núna. Hann er þegar kominn með 17. Hver trúir því?



Owen Hargreaves
(Man Utd) Gleymdi hæfileikum sínum í Munchen þegar hann kom frá Þýskalandi. Komdu aftur seinna vinur. Kannski þegar þú ert búinn að ná að spila leik fyrir félagsliðið þitt.



Joe Cole
(Chelsea) Hann fær boltann, rekur hann og tapar honum.



Ashley Young
(Villa) Hægri fótar maður á vinstri kantinum. Af hverju fékk hann ekki séns hjá McClaren?

Stewart Downing (Middlesbrough) Eini örvfætti vinstri vængmaðurinn á Englandi. Búinn að sanna að hann er ekki toppleikmaður. Best að velja hann samt.



Shaun Wright-Phillips
(Chelsea) Fljótur og er að bæta sig. Samt ekki nógu góður og ekki með nógu góðar sendingar. Af hverju var hann með flösku af Jack Daniels í buxnastrengnum þegar hann yfirgaf næturklúbb um helgina?



David Bentley
(Blackburn) Láttu hann spila. Hinn nýi D.B.



FRAMHERJAR:

Emile Heskey (Wigan) Stóri-Kláus. Og Dean Ashton fær ekki einu sinni leik hjá West Ham.



Gabriel Agbonlahor
(Villa) Fljótur, en er hann slúttari? Sennilega ekki enn. Fær ekki séns nema Owen ljúki endanlega keppni.



Wayne Rooney
(Man Utd) Veldu hann áður en hann fer aftur í bann aftur - um leið og við þurfum mest á honum að halda.



Michael Owen
(Newcastle) Valinn á fornri frægð. Hresstu þig við!



Peter Crouch
(Liverpool) Fær ekki einu sinni að spila hjá Liverpool. Fínt að velja hann. Hann er sá eini sem nær skýrslunum á efstu hillunni á skrifstofunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×