Enski boltinn

Mörk Torres eru Liverpool dýr

Nordic Photos / AFP

Ekki er víst að eigendur Liverpool fagni því eins mikið og stuðningsmennirnir þegar Spánverjinn Fernando Torres skorar fyrir liðið. Helgarblaðið News of the World greinir þannig frá því að enska félagið þurfi að greiða fyrrum félagi hans á Spáni 19 milljónir króna í hvert sinn sem Torres skorar 15 mörk fyrir Liverpool.

Torres er þegar búinn að skora 18 mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum á þessari leiktíð og því hefur enska félagið þurft að punga út einni 19 milljón króna greiðslu til Atletico Madrid.

Þessi sérkennilega klausa var sett í samning Torres þegar hann gekk í raðir Liverpool í sumar og hún hefur borgað sig fyrir spænska félagið.

"Ég bjóst ekki við að skora svona mörg mörk strax á fyrsta tímabilinu mínu, en ég er að halda öllum ánægðum - Liverpool fær mörkin og Atletico fær peningana," er haft eftir Spánverjanum í News of the World.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×