Enski boltinn

Það yrði heiður að taka þátt

Nordic Photos / Getty Images

Gary Neville, fyrirliði Manchester United, segir að það yrði heiður að fá að vera með í grannaslagnum við City um næstu helgi, en þá verður þess minnst að 50 ár eru liðin frá Munchen slysinu.

Langt er orðið síðan fyrirliðinn gat spilað síðast með United og hann yrði því eðlilega ánægður að fá að snúa aftur við þetta tilefni.

"Það er mér alltaf heiður að ganga út á völlinn í hvaða leik sem er, en að gera það á degi sem þessum yrði alveg sérstakt. Þetta var sorglegur atburður í sögu United en liðið okkar í dag leikur í anda liðsins í þá daga," sagði Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×