Enski boltinn

Liverpool lengi í gang

Torres fagnar marki sínu
Torres fagnar marki sínu Nordic Photos / Getty Images

Það tók Liverpool 57 mínútur að komast loks í gang gegn Sunderland í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann að lokum 3-0 sigur á heimavelli sínum Anfield.

Það var Peter Crouch sem braut ísinn á 57. mínútu með góðum skalla og Fernando Torres bætti við öðru markinu eftir sendingu frá Crouch. Steven Gerrard innsiglaði svo fyrsta sigur Liverpool í sex deildarleikjum með marki úr vítaspyrnu í lokin. Liverpool komst með sigrinum í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×