United stal stigi - Heiðar skoraði 2. febrúar 2008 16:58 Bolton menn fagna marki Heiðars Helgusonar í dag Nordic Photos / Getty Images Arsenal situr eitt í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að keppinautar þeirra í Manchester United gerðu jafntefli við Tottenham á útivelli í dag 1-1. Tottenham var betri aðilinn í leiknum í fyrri hálfleik og Dimitar Berbatov kom liðinu yfir fyrir hlé. United liðið sótti án afláts á lokamínútunum og uppskar laun erfiðisins þegar rúmar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Carlos Tevez skoraði á eftir hornspyrnu og var asinn á gestunum svo mikill að meira að segja marvörðurinn Edwin van der Sar var kominn inn í teig heimamanna. Það eru orðin ansi mörg ár síðan Tottenham lagði Manchester United í deildinni og á því varð engin breyting í dag. Juande Ramos er óðum að setja sinn stimpil á lið Tottenham sem er að leika mikið mun betur en það gerði í haust. Það var þó ekki nóg í dag og geta leikmenn liðsins sjálfum sér um kennt að hafa ekki klárað leikinn í dag. Meistarar Manchester United sýndu hinsvegar af hverju þeir eru meistarar og nældu í stig þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta. Heiðar Helguson innsiglaði sigur Bolton þegar það lagði Reading á útivelli 2-0 í dag. Matt Taylor hjá Bolton lét verja frá sér víti í fyrri hálfleik, en það var Grétar Rafn sem fiskaði vítið. Bolton lét þetta ekki á sig fá og Kevin Nolan kom liðinu yfir áður en Heiðar Helguson tryggði sigurinn í lokin - nokkuð gegn gangi leiksins. Þetta var fyrsti sigur Bolton á útivelli í meira en tíu mánuði. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading. Portsmouth og Chelsea skildu höfn 1-1 á Fratton Park þar sem Nicolas Anelka skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Chelsea í upphafi síðari hálfleiks, en Jermain Defoe jafnaði með marki í sínum fyrsta leik fyrir Portsmouth. Portsmouth átti fleiri góð færi í leiknum og m.a. átti annar fyrrum Tottenham leikmaður, Noe Pamarot, skalla í slá hjá Chelsea. Lundúnaliðinu mistókst þarna að vinna sinn tíunda leik í röð í öllum keppnum, en það hefði verið félagsmet. Birmingham og Derby skildu jöfn 1-1 þar sem Emanuel Villa jafnaði leikinn fyrir Derby í lokin, eftir að Sebastian Larsson hafði komið Birmingham yfir. Derby hefur ekki unnið sigur í síðustu 22 leikjum sínum en Birmingham ekki í síðustu sjö leikjum sínum. West Ham tapaði nokkuð óvænt fyrir Wigan 1-0 á útivelli. Kevin Kilbane skoraði sigurmark Wigan með skalla skömmu fyrir leikhlé. Úrslitin þýða að lærisveinar Steve Bruce í Wigan eru komnir af fallsvæðinu. Loks skildu Blackburn og Everton jöfn 0-0 á Ewood Park í Blackburn þar sem gestirnir voru mun betri í leiknum en náðu ekki að nýta færi sín. Andy Johnson skoraði m.a. mark undir lok leiksins en það var dæmt af vegna rangstöðu. Leikur Liverpool og Sunderland hefst klukkan 17:15 og er í beinni á Sýn 2. Staðan í ensku úrvalsdeildinni: Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Arsenal situr eitt í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að keppinautar þeirra í Manchester United gerðu jafntefli við Tottenham á útivelli í dag 1-1. Tottenham var betri aðilinn í leiknum í fyrri hálfleik og Dimitar Berbatov kom liðinu yfir fyrir hlé. United liðið sótti án afláts á lokamínútunum og uppskar laun erfiðisins þegar rúmar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Carlos Tevez skoraði á eftir hornspyrnu og var asinn á gestunum svo mikill að meira að segja marvörðurinn Edwin van der Sar var kominn inn í teig heimamanna. Það eru orðin ansi mörg ár síðan Tottenham lagði Manchester United í deildinni og á því varð engin breyting í dag. Juande Ramos er óðum að setja sinn stimpil á lið Tottenham sem er að leika mikið mun betur en það gerði í haust. Það var þó ekki nóg í dag og geta leikmenn liðsins sjálfum sér um kennt að hafa ekki klárað leikinn í dag. Meistarar Manchester United sýndu hinsvegar af hverju þeir eru meistarar og nældu í stig þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta. Heiðar Helguson innsiglaði sigur Bolton þegar það lagði Reading á útivelli 2-0 í dag. Matt Taylor hjá Bolton lét verja frá sér víti í fyrri hálfleik, en það var Grétar Rafn sem fiskaði vítið. Bolton lét þetta ekki á sig fá og Kevin Nolan kom liðinu yfir áður en Heiðar Helguson tryggði sigurinn í lokin - nokkuð gegn gangi leiksins. Þetta var fyrsti sigur Bolton á útivelli í meira en tíu mánuði. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading. Portsmouth og Chelsea skildu höfn 1-1 á Fratton Park þar sem Nicolas Anelka skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Chelsea í upphafi síðari hálfleiks, en Jermain Defoe jafnaði með marki í sínum fyrsta leik fyrir Portsmouth. Portsmouth átti fleiri góð færi í leiknum og m.a. átti annar fyrrum Tottenham leikmaður, Noe Pamarot, skalla í slá hjá Chelsea. Lundúnaliðinu mistókst þarna að vinna sinn tíunda leik í röð í öllum keppnum, en það hefði verið félagsmet. Birmingham og Derby skildu jöfn 1-1 þar sem Emanuel Villa jafnaði leikinn fyrir Derby í lokin, eftir að Sebastian Larsson hafði komið Birmingham yfir. Derby hefur ekki unnið sigur í síðustu 22 leikjum sínum en Birmingham ekki í síðustu sjö leikjum sínum. West Ham tapaði nokkuð óvænt fyrir Wigan 1-0 á útivelli. Kevin Kilbane skoraði sigurmark Wigan með skalla skömmu fyrir leikhlé. Úrslitin þýða að lærisveinar Steve Bruce í Wigan eru komnir af fallsvæðinu. Loks skildu Blackburn og Everton jöfn 0-0 á Ewood Park í Blackburn þar sem gestirnir voru mun betri í leiknum en náðu ekki að nýta færi sín. Andy Johnson skoraði m.a. mark undir lok leiksins en það var dæmt af vegna rangstöðu. Leikur Liverpool og Sunderland hefst klukkan 17:15 og er í beinni á Sýn 2. Staðan í ensku úrvalsdeildinni:
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira