Enski boltinn

Richards lofar að vera áfram hjá City

Varnarmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City hefur lýst því yfir að hann sé "100% öruggur" um að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Hinum 19 ára gamla Richards hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn á undanförnum misserum og það hefur ekki farið framhjá stórliðunum á Englandi - og þess síður fjölmiðlamönnum.

Richards hefur verið lengi í viðræðum við forráðamenn City um nýjan samning, þó hann eigi enn tvö og hálft ár eftir af núverandi samningi sínum.

"Ég á mikið eftir af gamla samningnum og er ekki að fara neitt. Það liggur ekkert sérstaklega á að útbúa nýjan samning - ég mun bara undirrita hann þegar hann er klár. Ég er 100% viss um að vera áfram hjá City og stuðningsmennirnir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru," sagði Richards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×