Enski boltinn

Ósætti um Alfonso Alves

Nordic Photos / Getty Images

Forráðamenn AZ Alkmaar í Hollandi ætla að beita sér fyrir því að framherjinn Alfonso Alves fái ekki að spila með Middlesbrough á leiktíðinni. Alves gekk í raðir Boro í nótt frá Heerenveen, en forráðamenn AZ vilja meina að þeir hafi átt forkaupsrétt á leikmanninum.

"Það eru góðar líkur á því að hann fái ekki að spila það sem eftir lifir tímabilsins, því við vorum með samning við hann," sagði stjórnarformaður AZ. Hann ætlar að leita til Alþjóða Knattspyrnusambandsins vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×