Enski boltinn

Man City sækir um í Intertoto

NordicPhotos/GettyImages

Manchester City hefur sótt um að fá að taka þátt í Intertoto keppninni í knattspyrnu í sumar. Keppnin getur gefið sæti í Uefa keppninni ef lærisveinum Sven-Göran Eriksson tekst ekki að komast þangað í gegn um úrvalsdeildina.

Fimmta og sjötta sætið í ensku úrvalsdeildinni gefur sæti í Evrópukeppni félagsliða, en City situr sem stendur í sjötta sætinu. Sven Göran Eriksson vill hafa vaðið fyrir neðan sig.

"Síðasti möguleiki til að skrá lið til keppni var 25. janúar og við gerðum það. Vonandi þurfum við ekki að fara þessa leið, en það kemur til greina ef við náum ekki Evrópusætinu," sagði Eriksson, sem er búinn að tilkynna leikmönnum sínum að sumarfrí þeirra verði stutt.

City hefur ekki spilað í Evrópukeppni síðan 2003 þegar liðið vann sér sæti í Evrópukeppni félagsliða vegna prúðmennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×