Enski boltinn

Landsliðshópur Fabio Capello

Paul Robinson er endanlega kominn út í kuldann - bæði hjá Tottenham og nú enska landsliðinu
Paul Robinson er endanlega kominn út í kuldann - bæði hjá Tottenham og nú enska landsliðinu Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello hefur valið landsliðshóp Englendinga sem mætir Svisslendingum í vináttuleik á Wembley í næstu viku. Þetta er fyrsti hópur Capello síðan hann tók við og nokkur áhugaverð nöfn er að finna í honum.

Þannig er ekkert pláss fyrir þá David Beckham í hópnum, en stuðningsmenn Aston Villa geta tekið gleði sína yfir vali á þeim Gabriel Agbonlahor og Curtis Davies.

Þá velur hann framherjann Emile Heskey hjá Wigan aftur inn í hópinn en hann átti frábæra endurkomu með landsliðinu í fyrrasumar. Markvörðurinn Paul Robinson er ekki í hópnum en markverðir eru Scott Carson, David James og Chris Kirkland.

"Ég ákvað að velja David Beckham ekki í hópinn af því hann hefur ekki spilað almennilega leiki síðan í nóvember, en hann er inni í myndinni hjá mér í framhaldinu eins og margir aðrir," sagði Fabio Capello um ákvörðun sína.

Capello hefur valið 30 manna hóp í dag en hann verður skorinn niður í 23 á laugardaginn. Athygli vakti að menn eins og Aaron Lennon væru valdir í 21 árs liðið, en Capello segir eðlilegar ástæður fyrir því.

"21 árs liðið á erfiðan og mikilvægan leik fyrir höndum gegn Írum og því ákvað Stuart Pearce að tefla fram sterku liði. Menn eins og Joe Hart, Aaron Lennon, Theo Walcott og David Wheather eru allir í þessum hóp og þeir koma til greina í A-liðið í framtíðinni," sagði Capello. 

Hópur Englendinga:

Markverðir:

Carson (Aston Villa), James (Portsmouth), Kirkland (Wigan);

Varnarmenn:

Bridge (Chelsea), Brown (Manchester United), A Cole (Chelsea), C Davies (Aston Villa), Ferdinand (Manchester United) G Johnson (Portsmouth), King (Tottenham), Lescott (Everton), Richards (Manchester City), Shorey (Reading), Upson (West Ham), Woodgate (Tottenham);

Miðjumenn:

Barry (Aston Villa), Bentley (Blackburn), Carrick (Manchester United), J Cole (Chelsea), Downing (Middlesbrough), Gerrard (Liverpool), Hargreaves (Manchester United), Jenas (Tottenham), Wright-Phillips (Chelsea), Young (Aston Villa);

Framherjar:

Agbonlahor (Aston Villa), Crouch (Liverpool), Heskey (Wigan), Owen (Newcastle), Rooney (Manchester United).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×