Enski boltinn

Rafa: Við náum Evrópusæti

AFP

Rafa Benitez segist fullviss um að Liverpool geti náð sæti í Meistaradeildinni í vor þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið deildarleik síðan um jólin.

Liverpool tapaði fyrir West Ham í gærkvöldi þar sem liðið fékk á sig mark á síðustu sekúndum leiksins. Benitez var spurður hvort hann teldi Liverpool enn eiga möguleika á Evrópusæti.

"Já - Meistaradeildarsæti," sagði Spánverjinn. "Við munum bæta okkur á næstunni af því það er nóg pláss fyrir framfarir. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik - við áttum skilið að vinna hann," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×