Enski boltinn

Dýr ferð Beckham til Brasilíu?

Berfættur í Brasilíu
Berfættur í Brasilíu

Í dag kemur í ljós hvort David Beckham muni ná 100 landsleikja markinu fyrir Englendinga þegar Fabio Capello velur sinn fyrsta hóp síðan hann tók við liðinu.

Enska landsliðið mætir Svisslendingum á Wembley í næstu viku og ef David Beckham fær að spila kemst hann í úrvalshóp landsliðsmanna sem spilað hafa 100 leiki.

Breskir fjölmiðlar gera því skóna í dag að svo gæti farið að Beckham fengi ekki að spila í leiknum vegna þeirra miklu ferðalaga sem hann hefur tekið sér á hendur undanfarið.

Hann var m.a. í Brasilíu og Sierra Leone á dögunum í stað þess að halda kyrru fyrir í Lundúnum og æfa með Arsenal. Beckham hefur ekki spilað alvöruleik í langan tíma enda er frí í MLS deildinni í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×