Enski boltinn

Gaydamak að selja Portsmouth?

Nordic Photos / Getty Images

Breska blaðið Times greinir frá því í morgun að Alexandre Gaydamak, eigandi Portsmouth, íhugi að selja félagið. Hann keypti það fyrir 18 mánuðum síðan en gæti grætt þokkalega ef hann fengi 60 milljónir punda fyrir það.

Ekki hefur verið gefið upp af hverju Gaydamak er að íhuga að selja félagið, en talið er að það sé vegna þess að hann sé ekki tilbúinn að leggja í þann kostnað sem fylgir því að byggja nýjan heimavöll.

Portsmouth hefur dafnað sem aldrei fyrr síðan Gaydamak tók við og þegar liðið náði 9. sæti í deildinni í fyrra var það besti árangur þess í hálfa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×