Enski boltinn

Stuðningsmenn Liverpool vilja eignast félagið

Nordic Photos / Getty Images

Stuðningsmannasamtök Liverpool eru nú að undirbúa yfirtökutilboð í félagið með það fyrir augum að kaupa það af Bandaríkjamönnunum George Gillett og Tom Hicks. Mikil óánægja er með störf þeirra meðal stuðningsmanna Liverpool.

Bandaríkjamennirnir hafa nýlokið við að endurfjármagna félagið og hafa fyrir vikið aukið skuldastöðu þess meira en stuðningsmannasamtökunum þykir hóflegt.

Share Liverpool FC Group ætlar að reyna að safna saman 100, 000 manns til að kaupa félagið þar sem spænska félagið Barcelona er fyrirmyndin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×