Enski boltinn

Adebayor er einn besti framherji heimsins

Nordic Photos / Getty Images

Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor hjá Arsenal var enn og aftur á skotskónum í gærkvöld þegar Arsenal lagði Newcastle 3-0. Félagi hans Cesc Fabregas hefur miklar mætur á honum og segir hann einn af bestu framherjum í heiminum.

"Emmanuel er án efa einn besti framherji heimsins. Hann hefur enga veikleika. Hann er vinnusamur, verst vel, eltir miðverðina, hann er jafnfættur með góða fyrstu snertingu og tækni. Hann hefur bætt sig gríðarlega í vetur og ég veit ekki hvernig við færum af án hans í dag," sagði Fabregas.

Adebayor, sem er 23 ára gamall, skoraði sitt 19 mark á tímabilinu í gær og það níunda í síðustu sjö leikjum. Það má því segja að það hafi verið mikil blessun fyrir Arsenal að Tógó hafi ekki náð að tryggja sér sæti í Afríkukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×