Enski boltinn

Arnór útilokar að Eiður fari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður verður hjá Barcelona út þetta tímabil.
Eiður verður hjá Barcelona út þetta tímabil.

Ekki er möguleiki á því að Eiður Smári Guðjohnsen fari á lánssamningi til Bolton. Þetta segir Arnór Guðjohnsen, faðir hans og umboðsmaður, í samtali við BBC.

„Eiður er ekki að fara neitt. Honum og fjölskyldu hans líður vel í Barcelona. Eiður vonast til að vinna til verðlauna með Barcelona á þessu tímabili og við skoðum önnur mál í sumar," sagði Arnór.

Eiður lék með Bolton frá 1998 til 2000 áður en Chelsea keypti hann. Sumarið 2006 var hann síðan seldur til Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×