Enski boltinn

Woodgate fer til Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jonathan Woodgate.
Jonathan Woodgate.

Tottenham hefur unnið kapphlaupið um enska varnarmanninn Jonathan Woodgate frá Middlesbrough. Þrjú úrvalsdeildarlið voru á eftir þessum 28 ára leikmanni.

Woodgate hefur mikið glímt við meiðsli á sínum ferli. Hann gekk til liðs við Middlesbrough frá Real Madrid en þar áður lék hann með Newcastle.

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, fagnar ákvörðun Woodgate en hann hefur verið að leita að varnarmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×