Enski boltinn

Mínútu þögn fyrir England - Sviss

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þessari mynd hefur verið komið fyrir á Old Trafford til minningar um þá leikmenn sem létust í flugslysinu 1958.
Þessari mynd hefur verið komið fyrir á Old Trafford til minningar um þá leikmenn sem létust í flugslysinu 1958.

Mínútu þögn verður fyrir landsleik Englands gegn Sviss þann 6. febrúar. Þá verða 50 ár liðin frá flugslysinu í München þar sem átta leikmenn Manchester United týndu lífi.

Knattspyrnusambandið hafði áhyggjur af því að einhverjir myndu vanvirða þessa stund en nú hefur verið ákveðið að hafa mínútu þögn fyrir leikinn.

Við trúum því að þessari stund verði sýnd virðing. Leikmenn munu hafa sorgarbönd og á risaskjám verða sýndar myndir af leikmönnum sem létu lífið. Þá verður þeirra einnig minnst í leikskrá leiksin," sagði Brian Barwick hjá enska knattspyrnusambandinu.

Þetta var sorgarstund fyrir Manchester United en einnig enskan fótbolta. Þarna létust enskir leikmenn sem voru að keppa fyrir hönd landsins í Evrópukeppni.

Landsleikur Englands og Sviss verður fyrsti leikur enska liðsins undir stjórn Fabio Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×