Havant & Waterlooville skoraði tvö á Anfield en tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2008 16:34 Richard Pacquette fagnar marki sínu í dag en leikmenn Liverpool trúa vart eigin augum. Nordic Photos / Getty Images Utandeildarliðið Havant & Waterlooville komst í dag í sögubækurnar með því að komast tvívegis yfir gegn stórliði Liverpool á Anfield í ensku bikarkeppninni í dag. Á endanum vann Liverpool 5-2 sigur eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 2-2. Leikur liðanna var einhver sá ótrúlegasti í sögu bikarkeppninnar. Afrek H&W var nógu ótrúlegt fyrir en það leikur í sjöttu efstu deild í Englandi og komst þrátt fyrir það í 32-liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Það drógst svo gegn Liverpool og það á útivelli sem þýddi að leikmenn liðsins fengu óvænt tækifæri til að leika á Anfield Road, sem flesta knattspyrnumenn heimsins dreymir um að fá að gera. En þar með var sögunni ekki lokið þó að fyrir leikinn hefðu langflestir átt von á öruggum sigri Liverpool enda eitt fjögurra stórliða Englands og eitt sterkasta félagslið Evrópu. Liðið hefur þó átt í ýmis konar vandræðum á undanförnum vikum í tengslum við eigendur liðsins og þá hafa fjármál félagsins verið í nokkurri óvissu. Framtíð knattspyrnustjórans, Rafael Benitez, hefur einnig verið í óvissu og allt hefur þetta haft áhrif á leikmenn liðsins. En engin bjóst við því sem gerðist á Anfield í dag, sama hvað á undan hefði gengið. Lucas Leiva fagnar marki sínu í dag en hann skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum.Nordic Photos / Getty Images Á áttundu mínútu leiksins komst H&W yfir með skalla Richard Pacquette eftir hornspyrnu. Hann var skilinn eftir einn og óvaldaður og nýtti tækifærið vel. Eftir þetta létu stuðningsmenn H&W vel í sér heyra og stríddu stuðingsmönnum Liverpool mikið á þessu. Þeir urðu að taka því þegjandi og hljóðalaust. John Arne Riise átti skömmu síðar skot yfir mark H&W en leikmenn utandeildarliðsins voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þeir hefðu getað komist 2-0 yfir ef Neil Sharp hefði nýtt dauðafærið sem hann fékk í vítateig Liverpool. Á 27. mínútu tókst þó heimamönnum að jafna metin. Lucas Leiva var þar að verki með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs. Héldu margir að þar með væri öskubuskuævintýri H&W lokið. Alls ekki. Áhugamennirnir náðu aftur forystunni eftir að Alfie Potter skaut að marki á 31. mínútu og fór boltinn af Martin Skrtel í mark Liverpool. Markið skráðist sem sjálfsmark á Skrtel. Í þetta sinn liðu þrettán mínútur þar til Liverpool jafnaði metin á nýjan leik. Atvinnumennirnir stóðu þá undir nafni og fóru illa með vörn H&W sem lauk með því að Yossi Benayoun skoraði jöfnunarmarkið. Staðan því 2-2 í hálfleik en Havant & Waterlooville hafði haft forystuna í samtals 32 mínútur í hálfleiknum. Hetjurnar - Richard Pacquette (til vinstri) skoraði fyrra mark H&W og Alfie Potter átti stóran þátt í því síðara.Nordic Photos / Getty Images Það tók Liverpool 56 mínútur að ná loksins forystunni í leiknum. Jermaine Pennant átti fyrirgjöf fyrir mark H&W og Benayoun sem þrumaði knettinum í slána og inn. Þremur mínútum síðar fullkomnaði Benayoun þrennuna. Boltinn barst til hans eftir skot Ryan Babel og skilar Ísraelinn knettinum örugglega í markið. Um leið gerði Benayoun út um vonir H&W sem gerðu sitt besta til að forðast enn stærra tap. Þeir voru meira að segja nálægt því að skora þriðja markið en undir lok leiksins bætti Liverpool við fimmta markinu. Peter Crouch var þar að verki En miðað við hvernig leikurinn þróaðist eru úrslit hans í sjálfu sér aukaatriði. Havant & Waterlooville komst tvívegis yfir gegn Liverpool á einhverjum sögufrægasta knattspyrnuvelli heims og því munu leikmenn og stuðningsmenn liðsins aldrei gleyma. Né heldur leikmenn og stuðningsmenn Liverpool - það er fullvíst. Enski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Utandeildarliðið Havant & Waterlooville komst í dag í sögubækurnar með því að komast tvívegis yfir gegn stórliði Liverpool á Anfield í ensku bikarkeppninni í dag. Á endanum vann Liverpool 5-2 sigur eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 2-2. Leikur liðanna var einhver sá ótrúlegasti í sögu bikarkeppninnar. Afrek H&W var nógu ótrúlegt fyrir en það leikur í sjöttu efstu deild í Englandi og komst þrátt fyrir það í 32-liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Það drógst svo gegn Liverpool og það á útivelli sem þýddi að leikmenn liðsins fengu óvænt tækifæri til að leika á Anfield Road, sem flesta knattspyrnumenn heimsins dreymir um að fá að gera. En þar með var sögunni ekki lokið þó að fyrir leikinn hefðu langflestir átt von á öruggum sigri Liverpool enda eitt fjögurra stórliða Englands og eitt sterkasta félagslið Evrópu. Liðið hefur þó átt í ýmis konar vandræðum á undanförnum vikum í tengslum við eigendur liðsins og þá hafa fjármál félagsins verið í nokkurri óvissu. Framtíð knattspyrnustjórans, Rafael Benitez, hefur einnig verið í óvissu og allt hefur þetta haft áhrif á leikmenn liðsins. En engin bjóst við því sem gerðist á Anfield í dag, sama hvað á undan hefði gengið. Lucas Leiva fagnar marki sínu í dag en hann skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum.Nordic Photos / Getty Images Á áttundu mínútu leiksins komst H&W yfir með skalla Richard Pacquette eftir hornspyrnu. Hann var skilinn eftir einn og óvaldaður og nýtti tækifærið vel. Eftir þetta létu stuðningsmenn H&W vel í sér heyra og stríddu stuðingsmönnum Liverpool mikið á þessu. Þeir urðu að taka því þegjandi og hljóðalaust. John Arne Riise átti skömmu síðar skot yfir mark H&W en leikmenn utandeildarliðsins voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þeir hefðu getað komist 2-0 yfir ef Neil Sharp hefði nýtt dauðafærið sem hann fékk í vítateig Liverpool. Á 27. mínútu tókst þó heimamönnum að jafna metin. Lucas Leiva var þar að verki með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs. Héldu margir að þar með væri öskubuskuævintýri H&W lokið. Alls ekki. Áhugamennirnir náðu aftur forystunni eftir að Alfie Potter skaut að marki á 31. mínútu og fór boltinn af Martin Skrtel í mark Liverpool. Markið skráðist sem sjálfsmark á Skrtel. Í þetta sinn liðu þrettán mínútur þar til Liverpool jafnaði metin á nýjan leik. Atvinnumennirnir stóðu þá undir nafni og fóru illa með vörn H&W sem lauk með því að Yossi Benayoun skoraði jöfnunarmarkið. Staðan því 2-2 í hálfleik en Havant & Waterlooville hafði haft forystuna í samtals 32 mínútur í hálfleiknum. Hetjurnar - Richard Pacquette (til vinstri) skoraði fyrra mark H&W og Alfie Potter átti stóran þátt í því síðara.Nordic Photos / Getty Images Það tók Liverpool 56 mínútur að ná loksins forystunni í leiknum. Jermaine Pennant átti fyrirgjöf fyrir mark H&W og Benayoun sem þrumaði knettinum í slána og inn. Þremur mínútum síðar fullkomnaði Benayoun þrennuna. Boltinn barst til hans eftir skot Ryan Babel og skilar Ísraelinn knettinum örugglega í markið. Um leið gerði Benayoun út um vonir H&W sem gerðu sitt besta til að forðast enn stærra tap. Þeir voru meira að segja nálægt því að skora þriðja markið en undir lok leiksins bætti Liverpool við fimmta markinu. Peter Crouch var þar að verki En miðað við hvernig leikurinn þróaðist eru úrslit hans í sjálfu sér aukaatriði. Havant & Waterlooville komst tvívegis yfir gegn Liverpool á einhverjum sögufrægasta knattspyrnuvelli heims og því munu leikmenn og stuðningsmenn liðsins aldrei gleyma. Né heldur leikmenn og stuðningsmenn Liverpool - það er fullvíst.
Enski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira