Enski boltinn

Walcott verður ekki lánaður

Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger segist ekki hafa í hyggju að lána hinn unga Theo Walcott frá Arsenal þrátt fyrir að hann hafi ekki staðið undir væntingum á leiktíðinni.

Wenger hefur viðurkennt að hinn 19 ára gamli Walcott hafi ekki staðið undir þeim miklu væntingum sem til hans hafa verið gerðar, en segir ekki koma til greina að lána hann frá félaginu.

"Við getum ekki lánað leikmenn því við erum undirmannaðir í augnablikinu. Við erum bara með 17 leikmenn eins og staðan er í dag, "sagði Wenger og vísaði til meiðsla og leikmanna sem eru í Afríkukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×