Enski boltinn

Ramos hefur hætt við átta leikmenn

Tiago, sem hér er í baráttu við Emil Hallfreðsson, er ekki á leið til Tottenham.
Tiago, sem hér er í baráttu við Emil Hallfreðsson, er ekki á leið til Tottenham. AFP

Tottenham hefur verið mikið í umræðunni vegna mögulegra leikmannakaupa í janúarglugganum og er nú í viðræðum við varnarmanninn Jonathan Woodgate hjá Middlesbrough.

Sky fréttastofan greinir frá því í kvöld að Tottenham sé hætt við að kaupa portúgalska miðjumanninn Tiago frá Juventus, en liðið hefur verið orðað við hann í nokkurn tíma. Sá gæti þó enn verið á leið til Englands þar sem hann er orðaður við Manchester City, Newcastle og Bolton.

Juande Ramos knattspyrnustjóri segir fjölmiðla ekki endilega hafa rétta mynd af því sem liðið er að gera á leikmannamarkaðnum.

"Við erum þegar búnir að hætta við eina sex til átta leikmenn en ég gef ekki upp hverjir þeir eru. Ég hef ekker tða gera við leikmenn sem henta ekki liðinu okkar og við höfum hætt við þá. Við spáum bara í leikmenn sem henta liðsheildinni og þaðan vinnum við," sagði Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×