Innlent

Komu manni til bjargar á Kleifarheiði

Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lómfelli á Barðastönd á Vestfjörðum komu karlmanni til bjargar á Kleifarheiði í morgun en hann sat þar fastur í bíl sínum vegna illviðris.

Bæði björgunarsveitin Lómfell og Blakkur á Patreksfirði voru kölluð út þar sem maðurinn hafði ekki skilað sér til byggða á tilsettum tíma. Þröstur Reynisson hjá björgunarsveitini Blakki segir manninn hafa verið á leið á Patreksfjörð að sunnan og lét hann vita af sér um fjögurleytið í nótt og var hann þá kominn yfir Klettsháls.

Hins vegar hefði hann aldrei komist yfir Kleifarheiði þar sem flutningabíll sat þar fastur þvert á veginum. Maðurinn komst hins vegar ekki að flutningabílnum heldur festi sig fyrr á heiðinni og fundu björgunarsveitarmenn hann í bíl sínum um hálfníuleytið í morgun. Amaði þá ekkert að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×