Innlent

Flutningabíll með tengivagni valt í Hrútafirði

MYND/Róbert

Stór flutningabíll með tengivagni valt út af þjóðveginum í Hrútafirði í gærkvöldi og varð að loka veginum um tíma.

Vagninn valt uppi á veginum en við það splundraðist yfirbyggingin og margs konar varningur, meðal annars áfengi, dreifðist um allt. Í sömu andrá bar að jeppa, sem ók á leifarnar af vagninum en glæra hálka hafði myndast á veginum þannig að ekki var stætt.

Ökumennirnir sluppu báðir nær ómeiddir en nokkurn tíma tók að hreinsa varninginn af veginum og fjarlægja vagn og bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×