Deiliskipulag á brunareit auglýst 9. apríl 2008 17:46 Svona mun Lækjartorg og nágrenni líta út samkvæmt deiliskipulagi. Skipulagsráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag að auglýsa deiliskipulag fyrir tvo reiti í miðborginni, annars vegar Kvosina þar sem bruninn varð í fyrra og hins vegar tvær lóðir á Vegamótastíg. Fyrrnefndi reiturinn nefnist Pósthússtrætisreitur og afmarkast af Pósthússtræti, Skólabrú, Lækjargötu og Austurstræti. Eins og kunnugt er efndi borgin til hugmyndasamkeppni um skipulag reitsins og náðist mjög góð samstaða um vinningstillöguna sem nú hefur verið færð í deiliskipulagstillögu. Fram kemur í tilkynningu frá skipulags- og byggingarsviði að tillagan taki gott mið af verndun sögufrægra bygginga og uppbyggingu til eflingar fyrir Kvosina. „Markmið deiliskipulagsins er að sýna byggingararfinum þann sóma sem honum ber en aðlaga húsin jafnframt að nútímaþörfum eins og hægt er. Miðað er við að gömlu húsin verði færð til eldra horfs eða lagfærð. Miklar kröfur eru gerðar til hönnunar og um frágang. Einnig er gert ráð fyrir því að Nýja Bíó verði endurreist á svipuðum stað og það áður stóð," segir í tilkynningunni. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir gönguleið í gegnum miðjan reitinn frá Austurstræti til Skólabrúar og tengingum út í Lækjargötu og Pósthússtræti. Skjólgóð almenningsrými verða til með torgi á bak við Jómfrúna auk þess sem einn elsti garður landsins, Landfógetagarðurinn, verður endurvakinn og gerður aðgengilegur fyrir almenning. Þá ákvað skipulagsráð að auglýsa breytingartillögu fyrir Vegamótastíg 7-9 sem felur í sér að byggt verði á lóðunum nokkurn veginn í samræmi við fyrra deiliskipulag. Aftur á móti verður á þaki byggingarinnar endurreistur lítill steinbær "Herdísarbær" sem áður stóð á Vegamótastíg 7 og var rifinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar og sömuleiðis verður gamla timburhúsið á Vegamótastíg 9 flutt upp á þak. Skipulagsráð samþykkti einnig á fundi sínum að afmarkað verði sérstakt kjarnasvæði miðborgar sem tekur mið af landnotkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur. Afmörkunin yrði byggð á þeirri skilgreiningu sem fram kemur í Þróunaráætlun miðborgar. Tilgangur afmörkunarinnar er sá að undirstrika og styrkja byggingarsögulegt samhengi miðborgarinnar og einkenni svæðisins ásamt því að leggja aukna áherslu á þær kröfur sem Reykjavíkurborg gerir til lóðarhafa á svæðinu og til sjálfs síns sem yfirráðaraðila gatna og rýmisins á milli húsa. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Skipulagsráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag að auglýsa deiliskipulag fyrir tvo reiti í miðborginni, annars vegar Kvosina þar sem bruninn varð í fyrra og hins vegar tvær lóðir á Vegamótastíg. Fyrrnefndi reiturinn nefnist Pósthússtrætisreitur og afmarkast af Pósthússtræti, Skólabrú, Lækjargötu og Austurstræti. Eins og kunnugt er efndi borgin til hugmyndasamkeppni um skipulag reitsins og náðist mjög góð samstaða um vinningstillöguna sem nú hefur verið færð í deiliskipulagstillögu. Fram kemur í tilkynningu frá skipulags- og byggingarsviði að tillagan taki gott mið af verndun sögufrægra bygginga og uppbyggingu til eflingar fyrir Kvosina. „Markmið deiliskipulagsins er að sýna byggingararfinum þann sóma sem honum ber en aðlaga húsin jafnframt að nútímaþörfum eins og hægt er. Miðað er við að gömlu húsin verði færð til eldra horfs eða lagfærð. Miklar kröfur eru gerðar til hönnunar og um frágang. Einnig er gert ráð fyrir því að Nýja Bíó verði endurreist á svipuðum stað og það áður stóð," segir í tilkynningunni. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir gönguleið í gegnum miðjan reitinn frá Austurstræti til Skólabrúar og tengingum út í Lækjargötu og Pósthússtræti. Skjólgóð almenningsrými verða til með torgi á bak við Jómfrúna auk þess sem einn elsti garður landsins, Landfógetagarðurinn, verður endurvakinn og gerður aðgengilegur fyrir almenning. Þá ákvað skipulagsráð að auglýsa breytingartillögu fyrir Vegamótastíg 7-9 sem felur í sér að byggt verði á lóðunum nokkurn veginn í samræmi við fyrra deiliskipulag. Aftur á móti verður á þaki byggingarinnar endurreistur lítill steinbær "Herdísarbær" sem áður stóð á Vegamótastíg 7 og var rifinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar og sömuleiðis verður gamla timburhúsið á Vegamótastíg 9 flutt upp á þak. Skipulagsráð samþykkti einnig á fundi sínum að afmarkað verði sérstakt kjarnasvæði miðborgar sem tekur mið af landnotkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur. Afmörkunin yrði byggð á þeirri skilgreiningu sem fram kemur í Þróunaráætlun miðborgar. Tilgangur afmörkunarinnar er sá að undirstrika og styrkja byggingarsögulegt samhengi miðborgarinnar og einkenni svæðisins ásamt því að leggja aukna áherslu á þær kröfur sem Reykjavíkurborg gerir til lóðarhafa á svæðinu og til sjálfs síns sem yfirráðaraðila gatna og rýmisins á milli húsa.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira