Telur fjölgun heimilislækna brýna nauðsyn 9. apríl 2008 16:03 Sigurður Guðmundsson landlæknir. „Það hefur gengið mjög illa að manna læknastöðurnar þarna undanfarin ár sem er mjög bagalegt," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir um erfiðleika Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands sem fjallað hefur verið um á síðu Vísis í dag. „Ekki hefur tekist að ráða fólk til langframa og það er ekkert einfalt svar við því hvernig á því stendur. Fólk vill síður en áður vinna þá miklu vaktavinnu sem fylgir þessum störfum, það gerir meiri kröfur til fría en oft er kostur á ef staðir eru litlir. Því hefur verið mætt með sameiningu heilbrigðisumdæma, ný drög heilbrigðisráðherra gera ráð fyrir sjö heilbrigðisumdæmum þar sem reynt er að sameina vaktsvæði. Vegna legu Hornafjarðar er hins vegar erfitt að manna vaktir á því svæði frá einhverjum öðrum stað," sagði Sigurður. Fjölgun heimilislækna brýn nauðsyn Hann telur fjölgun heimilislækna brýna nauðsyn og eins þurfi að auka möguleika til framhaldsnáms á landsbyggðinni. „Verið er að búa til sérstakar námsstöður í heimilislækningum fyrir unga lækna víða um land og við viljum reyna að fjölga þessum stöðum, bæði til að búa til fleiri heimilislækna og fleiri lækna sem hafa reynslu og áhuga á því að vinna á landsbyggðinni. Eins var rætt á málþinginu [um dreifbýlislækningar 3. apríl] að efla kennslu í heimilislækningum í læknadeildinni og ýmis tækifæri eru þarna úti sem við getum nýtt okkur." Telur landlæknir að lausn gæti falist í endurvakning héraðsskyldu lækna? „Mitt stutta svar er já," svarar Sigurður. „Mér finnst koma til greina að koma á skyldudvöl unglækna í héraði. Sumir hafa litið svo á að þetta fæli menn frá því að vinna á landsbyggðinni síðar meir en ég er ekki sammála því. Ég held að því meira sem við gerum af því að kynna fólki aðstæður og vinnulag á landsbyggðinni þeim mun líklegra sé að það öðlist áhuga á að starfa þar. Einnig þurfum við að efla tengsl landsbyggðarlækninga við háskóla og þar horfum við fyrst og fremst til Háskólans á Akureyri. Fyrir allmörgum árum vorum við komin alllangt í að ræða prógram í heimilislækningum á landsbyggðinni en þær eru frábrugðnar að því leyti að þá hafa menn ekki alltaf spítala við hliðina á sér. Þetta gekk því miður ekki eftir en hugmyndin er jafngóð fyrir það og þetta langar okkur að reyna aftur og það með Háskólann á Akureyri sem bakbein. Styrkir til að laða lækna út á land? Þar er auðvitað ekki læknadeild en við höfum meira hugsað okkur þetta sem framhaldsnám. Einnig finnst mér koma til greina að koma upp námsstyrkjakerfi sem virkaði þannig að þeir sem fengju styrki skuldbyndu sig til að vinna vissan árafjölda á landsbyggðinni í framhaldinu. Þetta er gert t.d. í Bandaríkjunum með góðum árangri," sagði Sigurður. Hann kvaðst vera sammála Óttari Ármannssyni, formanni Félags lækna á landsbyggðinni, sem rætt var við í Fréttablaðinu á mánudag, um yfirvofandi fækkun lækna úti á landi. „Það er skortur á læknum á landsbyggðinni og hann virðist fara vaxandi núna. En við höfum tækifæri til að mæta þessu og þar horfi ég fyrst og fremst til þess að höfða til áhuga ungra lækna á að fara í heimilislækningar hérna heima. Þetta er krani sem við höfum ekki skrúfað frá til fulls. Það er enginn stórvandi á ferðinni núna en hann getur orðið það," sagði Sigurður að lokum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Það hefur gengið mjög illa að manna læknastöðurnar þarna undanfarin ár sem er mjög bagalegt," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir um erfiðleika Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands sem fjallað hefur verið um á síðu Vísis í dag. „Ekki hefur tekist að ráða fólk til langframa og það er ekkert einfalt svar við því hvernig á því stendur. Fólk vill síður en áður vinna þá miklu vaktavinnu sem fylgir þessum störfum, það gerir meiri kröfur til fría en oft er kostur á ef staðir eru litlir. Því hefur verið mætt með sameiningu heilbrigðisumdæma, ný drög heilbrigðisráðherra gera ráð fyrir sjö heilbrigðisumdæmum þar sem reynt er að sameina vaktsvæði. Vegna legu Hornafjarðar er hins vegar erfitt að manna vaktir á því svæði frá einhverjum öðrum stað," sagði Sigurður. Fjölgun heimilislækna brýn nauðsyn Hann telur fjölgun heimilislækna brýna nauðsyn og eins þurfi að auka möguleika til framhaldsnáms á landsbyggðinni. „Verið er að búa til sérstakar námsstöður í heimilislækningum fyrir unga lækna víða um land og við viljum reyna að fjölga þessum stöðum, bæði til að búa til fleiri heimilislækna og fleiri lækna sem hafa reynslu og áhuga á því að vinna á landsbyggðinni. Eins var rætt á málþinginu [um dreifbýlislækningar 3. apríl] að efla kennslu í heimilislækningum í læknadeildinni og ýmis tækifæri eru þarna úti sem við getum nýtt okkur." Telur landlæknir að lausn gæti falist í endurvakning héraðsskyldu lækna? „Mitt stutta svar er já," svarar Sigurður. „Mér finnst koma til greina að koma á skyldudvöl unglækna í héraði. Sumir hafa litið svo á að þetta fæli menn frá því að vinna á landsbyggðinni síðar meir en ég er ekki sammála því. Ég held að því meira sem við gerum af því að kynna fólki aðstæður og vinnulag á landsbyggðinni þeim mun líklegra sé að það öðlist áhuga á að starfa þar. Einnig þurfum við að efla tengsl landsbyggðarlækninga við háskóla og þar horfum við fyrst og fremst til Háskólans á Akureyri. Fyrir allmörgum árum vorum við komin alllangt í að ræða prógram í heimilislækningum á landsbyggðinni en þær eru frábrugðnar að því leyti að þá hafa menn ekki alltaf spítala við hliðina á sér. Þetta gekk því miður ekki eftir en hugmyndin er jafngóð fyrir það og þetta langar okkur að reyna aftur og það með Háskólann á Akureyri sem bakbein. Styrkir til að laða lækna út á land? Þar er auðvitað ekki læknadeild en við höfum meira hugsað okkur þetta sem framhaldsnám. Einnig finnst mér koma til greina að koma upp námsstyrkjakerfi sem virkaði þannig að þeir sem fengju styrki skuldbyndu sig til að vinna vissan árafjölda á landsbyggðinni í framhaldinu. Þetta er gert t.d. í Bandaríkjunum með góðum árangri," sagði Sigurður. Hann kvaðst vera sammála Óttari Ármannssyni, formanni Félags lækna á landsbyggðinni, sem rætt var við í Fréttablaðinu á mánudag, um yfirvofandi fækkun lækna úti á landi. „Það er skortur á læknum á landsbyggðinni og hann virðist fara vaxandi núna. En við höfum tækifæri til að mæta þessu og þar horfi ég fyrst og fremst til þess að höfða til áhuga ungra lækna á að fara í heimilislækningar hérna heima. Þetta er krani sem við höfum ekki skrúfað frá til fulls. Það er enginn stórvandi á ferðinni núna en hann getur orðið það," sagði Sigurður að lokum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira