Innlent

Tveir gengust undir aðgerð

Tveir þeirra sem lentu í hörðum árekstri á Reykjanesbrautinni í morgun hafa gengist undir aðgerð. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild fór annar í aðgerð í Fossvogi en hinn á Hringbraut. Tveir aðrir úr slysinu eru á gjörgæslu undir eftirliti og aðrir tveir eru á slysa og bráðadeild og verða í umsjá lækna þar í dag.

Að sögn læknis voru allir í beltum þegar áreksturinn átti sér stað og eru meiðsl fólksins í samræmi við það en um er að ræða kviðarholsáverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×