Innlent

Furðar sig á framgöngu ríkisins í þjóðlendumálum

Bæjarstjóri Akureyringa furðar sig á framgöngu ríkisins í nýjum þjóðlendukröfum. Fjármálaráðherra ásælist vatnsból Akureyringa.

Stöð 2 hefur sagt frá því að fjallið Súlur, ein helsta umhverfisperla Akureyrar, er nú í hættu eftir að Árni Mathiesen fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins hefur lýst kröfu í efri hluta fjallsins. Ekki er mikil ánægja með þetta á Akureyri, hvorki hjá bæjarstjóranum Sigrúnu Björg Jakobsdóttur né öðrum.

Lengst gengur þó ríkið í kröfum sínum með því að reyna að slá eign sinni á vatnsból Akureyringa í Hlíðarfjalli, beggja megin skíðasvæðisisins vinsæla. Bæjarstjóri er hissa á að ríkið reyni enn að seilast svo langt eftir það sem á undan er gengið í þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×