Innlent

Umferð í eðilegt horf á Reykjanesbraut og Kjalarnesi

Frá vettvangi á Reykjanesbraut í morgun.
Frá vettvangi á Reykjanesbraut í morgun. MYND/Víkufréttir

Umferð er komin í eðlilegt horf bæði við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut og við Grundarhverfi á Kjalarnesi en umferðarslys urðu á báðum stöðum í morgun. Þurfti um tíma í að loka báðum vegum og í framhaldinu var umferð hleypt um vegina í hollum.

Í slysinu við Grundarhverfi skall rúta aftan á vörubíl með tengivagni. Að sögn lögreglunnar fótbrotnaði bílstjóri rútunnar en ekkert amaði að farþegum hennar fyrir utan skrámur og áfall við að lenda í slysinu. Tengivagn vörubílsins lá þversum á veginum og þurfti stórvirkar vinnuvélar til þess að færa hann.

Á Reykjanesbraut rákust tveir bílar saman við Vogaafleggjara um klukkan hálfsjö. Fimm manns slösuðust en enginn þó alvarlega. Beita þurfti klippum til að ná öðrum ökumanninum úr bílflakinu. Töluverð hálka hefur verið á vegunum út frá höfuðborginni og hefur það haft áhrif á umferðina í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×