Innlent

Reykjanesbrautin lokuð við Vogaafleggjarann

Reykjanesbrautin er lokuð við Vogaafleggjarann eftir að þrír bílar lentu þar í hörðum árekstri klukkan hálf sex í morgun.

Ekki liggur fyrir hversu fólk slasaðist alvarlega en einhverjir hafa þegar verið fluttir á sjúkrahús.

Langar biðraðir hafa þegar myndast á brautinni og veit lögreglan ekki hvenær verður hægt að opna fyrir umferð á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×