Erlent

Hross drápust í eldingaveðri

Sex íslenskir hestar drápust í miklu fárviðri við Lemvig nálægt Limfjord á Jótlandi í gær. Eigendur hrossanna voru ekki heima þegar atvikið varð, og hefur Folkebladet Lemvig eftir þeim að sýnin sem blasti við þeim við heimkomuna hafi ekki verið fögur. Hestarnir hafi allir legið dauðir á jörðinni.

Hrossin sex voru öll saman í gerði þegar eldingu laust niður. Krafturinn í eldingunni var þvílíkur að rafmagnsgirðing sem umkringdi gerðið hafi bráðnað og hrokkið í sundur í ótal sentimeterslanga búta. Höggið felldi einn girðingarstaurinn og allur rafeindabúnaður í nærliggjandi húsi brann yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×