Innlent

Fyrirtæki sýknað af bótakröfu vegna flugeldaslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fyrirtæki af um 14,5 milljóna króna bótakröfu karlmanns vegna flugeldaslyss sem hann varð fyrir í janúar árið 2006.

Maðurinn meiddist alvarlega á hendi þegar flugeldur sprakk við höndina á honum og mátu læknar það svo að áverkarnir jöfnuðust á við missi handar um úlnlið. Enn fremur skertist heyrn hans mikil.

Maðurinn hafði keypt flugelda á tveimur stöðum fyrir áramótin 2005, annars vegar frá björgunarsveit og hins vegar fyrirtækinu sem hann fór í mál við. Taldi hann galla hafa verið á flugeldinum þar sem kúla af honum hefði dottið af.

Dómurinn komst að því að flugeldurinn hefði að líkindum verið keyptur hjá umræddu fyrirtæki en benti á að engin gögn hefðu verið lögð fram um það að flugeldurinn hefði verið gallaður þegar maðurinn keypti hann. Var fyrirtækið því sýknað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×