Enski boltinn

United til Suður-Afríku næsta sumar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.

Manchester United mun taka þátt í þriggja liða æfingamóti í Suður-Afríku 19.-26. júlí. United mætir Kaizer Chiefs og Orlando Pirates í mótinu en bæði lið eru frá Suður-Afríku.

Athygli vekur að United tilkynni um þetta mót aðeins nokkrum dögum eftir að áform ensku úrvalsdeildarinnar um að spila eina umferð erlendis láku út.

Sir Alex Ferguson, stjóri United, segir að á mótinu muni ungir leikmenn fá tækifæri til að sanna sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×