Fótbolti

Varnarmaður Chelsea í árs bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slobodan Rajkovic í leik með serbneska landsliðinu.
Slobodan Rajkovic í leik með serbneska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Slobodan Rajkovic hefur verið dæmdur í eins árs bann af Alþjóða knattspyrnusambandinu en hann er á mála hjá Chelsea.

Rajkovic er nú á lánssamningi hjá FC Twente í Hollandi en hann lék einnig með serbneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking.

Hann var rekinn af velli í leik Serbíu og Argentínu og honum gefið að sök að hafa hrækt á dómara leiksins, Abdullah Al Hilali. Fyrir það fékk hann bannið.

Serbneska knattspyrnusambandið ætlar hins vegar að áfrýja úrskurðnum.

„Ef þessi dómur verður staðfestur mun Rajkovic ekki geta sinnt sínu starfi. Hann gerði vissulega mistök en dómurinn er of strangur," sagði talsmaður sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×