Innlent

Herragarðurinn semur við birgja og lækkar verð út árið

Föt og skór reka þrjár verslanir í Kringlunni.
Föt og skór reka þrjár verslanir í Kringlunni.

„Við höfum notað síðustu tvær vikur í þessa vinnu og viljum skila því til fólksins í landinu," segir Hákon Hákonarson framkvæmdarstjóri fyrirtækisins Föt og Skór sem rekur fjórar verslanir í Kringlunni og Smáralind. Hagstæðir samningar hafa náðst við birgja verslanna sem gerir það að verkum að allar vörur í búðunum lækka um 20% út árið.

„Við höfum átt í mjög persónulegum og góðum samböndum við okkar birga. Þeir hafa sýnt ástandinu mikinn skilning og enginn verið með neinn hroka í okkar garð," segir Hákon sem þó vill taka það fram að enginn af sínum birgjum séu í Bretlandi. „Það er kannski nokkuð heppilegt í þessari stöðu."

Fyrirtæki Hákonar rekur Herragarðinn í Smáralind, Boss búðina, Herragarðinn og verslun sem heitir B&S í Kringlunni.

Hákon segir að 20% afsláttur verði á öllum vörum í búðunum út árið og fólk geti treyst því. „Við erum langt frá því að nota gengisvísitöluna 200 heldur það sem var hér í haust. Við höfum ekki hækkað verð og það er engin græðgisvæðing hjá okkur. Svo lengi sem við eigum fyrir launum, húsaleigu og öðrum kostnaði þá dugar það í bili. Græðgissjónarmiðin eru farin," segir Hákon sem hvetur kaupmenn til þess að gera allt sem í þerra valdi stendur til þess að berjast við verðbólguna.

„Við kaupmenn köllum eftir því að nú verði sótt um aðild í evrópusambandið eins fljótt og auðið er. Menn verða bara að hætta að vera veruleikafirrtir," segir Hákon sem hvetur fólk til þess að vinna sig saman út úr ástandinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×