Enski boltinn

Lítið skorað í fyrri hálfleik

Dean Ashton er hér á fullri ferð með West Ham gegn Bolton
Dean Ashton er hér á fullri ferð með West Ham gegn Bolton NordcPhotos/GettyImages

Aðeins fimm mörk eru komin í leikjunum sex sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni. Þar af hefur Aston Villa skorað þrjú þeirra gegn Derby á Pride Park.

Þeir Ashley Young, John Carew og Stilian Petrov eru búnir að skorað fyrir Villa á Pride Park gegn Derby, en heimamenn hafa að litlu að keppa enda þegar fallnir úr úrvalsdeildinni.

Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Middlesbrough með sjálfsmarki og Fulham hefur yfir 1-0 gegn Reading á útivelli með marki frá Bandaríkjamanninum Brian McBride.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×